Um síðustu helgi tóku nemendur úr Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar þátt í opnunartónleikum Kirkjulistarhátíðar Akureyrar.
27.04.2017
Blásaranemendur á ferð og flugi
Á hátíðinni komu fimm eldri blásarar úr skólanum fram með Kór Akureyrarkirkju og blásarasveit tónlistarskólans á Akureyri. Tónleikarnir, sem voru vandaðir og hátíðlegir voru vel sóttir af heimamönnum.
Nemendur þurftu að leggja á sig að mæta á æfingar til tónlistarkennarans um helgar og í páskafríinu, en svona metnaðarfullt samstarf gefur unga tónlistarfólkinu okkar dýrmæta reynslu.
Framtíðin er svo sannarlega björt.
Fleiri myndir: