mobile navigation trigger mobile search trigger
19.10.2020

Bleik sjöl í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar tók sig saman á dögunum, í tilefni af bleikum Október, og heklaði sjöl til að skarta í vinnunni. Andvirði hvers sjals var síðan látið renna til Krabbameinsfélags Austfjarða og söfnuðust þannig 135.000 krónur.

Bleik sjöl í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar sammæltist í haust um að hver og einn starfsmaður myndi hekla sér sjal í bleikum lit til að skarta í vinnunni í októbermánuði, Bleikum mánuði Krabbameinsfélags Íslands. Hófumst menn handa, hver með sínar litaáherslur og útfærslur. Fór svo að rúmlega þrjátíu sjöl voru hekluð og tvö hálsbindi með mikilli samvinnu og góðu samstarfi.

Í ferlinu kom upp sú hugmynd að gefa andvirði hvers sjals til Krabbameinsfélags Austfjarða og vildu þá fleiri starfsmenn leggja málefninu lið. Í dag færði svo starfsfólk Grunnskóla Reyðarfjarðar Krabbameinsfélagi Austfjarða 135.000 krónur að gjöf  í tilefni af Bleikum degi og skora um leið á önnur félög og fyrirtæki að hugsa til Krabbameinsfélagsins.

Frétta og viðburðayfirlit