Á föstudaginn var Bleiki dagurinn haldinn um allt land en hann er liður í því að vekja athygli á "Bleiku slaufunni" átaksverkefni Krabbameinsfélags Íslands um baráttu gegn krabbmeinum hjá konum.
16.10.2017
Bleikur dagur í Fjarðabyggð
Á Bleika daginn eru landsmenn hvattir til að sína verkefninu stuðning með því að klæðast bleiku og hafa bleika litinn í fyrirrúmi sem víðast. Íbúar Fjarðabyggðar létu sitt ekki eftir liggja og víða mátti sjá fólk klætt í bleikar flíkur, jafnvel frá toppi til tár, og víða mátti sjá bleikar skreytingar við hús og garða.
Í Grunnskólum Fjarðabyggðar var haldið uppá daginn og nemendur og starfsfólk klæddist bleiku og skreytti skólana í bleikum litum. Á meðfylgjandi mynd má sjá 10. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar en hann var að þessu sinni valinn bleikasti bekkurinn í skólanum. Á hinni myndinni má sjá inná kaffistofu starfsfólks Nesskóla en hún var skreytt bleik í tilefni dagsins.
Fleiri myndir: