15.01.2025
Bókasafnið á Reyðarfirði - Þjónustuskerðing
Kæru lánþegar.
Af óviðráðanlegum orsökum verður opnunartími bókasafnsins skertur næstu tvo til þrjá mánuði.
Stefnt er að því að hafa opið einu sinni til tvisvar í viku frá og með 4. febrúar 2025.
Frá og með 20. janúar og til 4. febrúar verður almenningsbókasafnið lokað.
Lánþegar eru hvattir til að skila/skipta/fá lánaðar bækur í þessari viku og taka eins mikið og þarf fram í febrúar.
Lánþegar velkomnir á önnur söfn í Fjarðabyggð
Vinsamlega fylgist með auglýsingum á; https://www.fjardabyggd.is/ og facebooksíðu bókasafnsins; https://www.facebook.com/BokasafnidReydarfirdi/
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.