Á fundi sínum þann 6. janúar lýsti bæjarráð Fjarðabyggðar yfir þungum áhyggjum af stöðu loðnuleitar á Íslandsmiðum. Í bókun vegna málsins skoraði bæjarráð á Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stjórnvöld að tryggja nú þegar fjármagn til loðnuleitar til að hægt sé að kanna með útgáfu veiðiheimilda.
06.01.2020
Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna stöðu loðnuleitar
Bókun bæjarráðs hljómar svo:
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu loðnuleitar á Íslandsmiðum þar sem svo virðist að Hafrannsóknarstofnun muni einungis hafa eitt skip til að sinna því verkefni á þessu ári. Í ljósi þess hversu mikilvægur veiðistofn loðnan er í íslenskum sjávarútvegi þá er ástand þetta með öllu ólíðandi. Því skorar bæjarráð Fjarðabyggðar á Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og stjórnvöld að tryggja nú þegar fjármagn til loðnuleitar og mælinga svo hægt sé að kanna með útgáfu veiðiheimilda.