mobile navigation trigger mobile search trigger
14.11.2019

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna stöðu löglærðs fulltrúa á Sýsluskrifstofunni á Eskifirði

Á fundi fundi sínum þann 12. nóvember sl. samþykkti bæjarráð Fjarðabyggðar bókun vegna stöðu löglærðs fulltrúa hjá Sýsluskrifstofunni á Eskifirði, en frá og með 1. desember verður ekki starfandi löglærður fulltrúi á skrifstofunni eins og kveðið er á um í reglugerð.

Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna stöðu löglærðs fulltrúa á Sýsluskrifstofunni á Eskifirði

Bókun bæjarráðs hljómar svo:

Vakin hefur verið athygli bæjarráðs Fjarðabyggðar á því að til standi að leggja niður stöðu löglærðs fulltrúa á Sýsluskrifstofunni á Eskifirði. Því vill bæjarráð árétta við Sýslumanninn á Austurlandi að í reglugerð um umdæmi Sýslumannanna sem sett var árið 2014 í kjölfar breytinga á embættunum er kveðið á um að á Eskifirði eigi að vera sýsluskrifstofa. Ljóst er að á sýsluskrifstofu hljóti að eiga að starfa löglærður fulltrúi til að fylgja eftir þeim málum sem þar eru til vinnslu, ásamt því að veita almenningi lögfræðilega þjónustu. Þar sem starfssvæði Sýslumannsins á Austurlandi er landfræðilega mjög stórt er nauðsynlegt að aðgangur að þjónustu sé með þeim hætti að hægt sé að sækja hana á fleiri en einum stað í umdæminu. Því hafnar bæjarráð Fjarðabyggðar því með öllu að Sýslumaðurinn á Austurlandi leggi niður stöðu löglærðs fulltrúa á sýsluskrifstofunni á Eskifirði og mun ekki sætta sig við slík vinnubrögð. Enda væri það ankannalegt að í Fjarðabyggð starfaði engin slíkur fulltrúi en í hinu nýsameinaða sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Djúpavogs séu bæði aðalskrifstofa og sýsluskrifstofa embættisins með tveimur fulltrúm og Sýslumanni. Þá verður að horfa til þess að í Fjarðabyggð eru m.a. flestar þinglýsingar og mestar tekjur af starfsemi hjá sýslumanninum á Austurlandi. Ef það reynist satt að leggja eigi niður starf löglærðs fulltrúa í Fjarðabyggð er þetta óásættanleg stjórnun embættisins.

Frétta og viðburðayfirlit