mobile navigation trigger mobile search trigger
18.09.2024

Bókun bæjarráðs vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu

Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir áhyggjum vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu af hálfu verktaka. Þessar truflanir hafa valdið óþægindum fyrir íbúa og skapað óásættanlegt ástand varðandi sorphirðu í sveitarfélaginu. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að sorphirða gangi snurðulaust fyrir sig og að verktaki uppfylli þær skyldur sem samningur kveður á um.

Bókun bæjarráðs vegna ítrekaðra raskana á áætlun um sorphirðu


Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka tafarlaust upp viðræður við verktaka með það að markmiði að leysa vandann án frekari tafa og tryggja að sorphirða fari fram samkvæmt gildandi áætlun. Viðræður skulu beinast að því að finna raunhæfar lausnir og úrbætur svo að slíkar truflanir endurtaki sig ekki.
Bæjarráð mun fylgjast náið með framvindu mála og kalla eftir reglulegum upplýsingum um stöðu úrbóta.

Frétta og viðburðayfirlit