Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar í morgun var eftirfarandi bókun samþykkt:
Ofsaveðrið sem gekk yfir Austurland í gær olli umtalsverðu tjóni víða í Fjarðabyggð, en einna verst virðist staðan vera á Reyðarfirði. Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðar í dag og þá hefst vinna við hreinsunarstarf og að meta það tjón sem veðrið hefur valdið.
Íbúar sveitarfélagsins brugðust vel við yfirvofandi hættu vegna veðursins og tryggðu lausamuni og minnkuðu þannig talsvert það tjón sem hefði getað orðið vegna þeirra. Bæjarráð vill koma á sérstöku þakklæti til björgunarsveita í Fjarðabyggð sem og til íbúa, starfsmanna Fjarðabyggðar, og annarra þeirra sem komu að því að bjarga verðmætum og forða frekari eignaspjöllum.