Á síðasta fundi sínum þann 28. ágúst sl. lýsti bæjarráð Fjarðabyggðar yfir miklum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar i kjölfar lækkana á afurðarverði sem boðaðar eru á þessu hausti.
31.08.2017
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar vegna verðfalls afurða
Bókun bæjarráðs hljómar svo:
"Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu sauðfjárbænda í kjölfar boðaðra lækkana á afurðarverði á hausti komanda. Því skorar bæjarráð á stjórnvöld að bregðast við þessari stöðu þannig að ekki komi til alger forsendubrestur í greininni með ófyrirséðum afleiðingum. Koma þarf til samstarfs stjórnvalda, forystu bænda, afurðarstöðva og allra hlutaðeigandi til að leysa stöðuna sem uppi er."