mobile navigation trigger mobile search trigger
25.03.2020

Bréf landlæknis og sóttvarnarlæknis til skólastjórnenda, kennara og foreldra

Bréf landlæknis og sóttvarnarlæknis um skólagöngu barna á tímum COVID-19

Efni: Skólaganga barna á tímum COVID-19 faraldurs

Landlæknir og sóttvarnarlæknir vilja árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi.

Nauðsyn þess að hefta útbreiðslu COVID-19 faraldursins er öllum ljós. Markmið aðgerða er að auka líkur á því að heilbrigðiskerfið geti sinnt þeim sem veikjast af COVID-19 hér á landi ásamt því að geta sinnt annarri bráðaþjónustu.

Að mati sóttvarnarlæknis er líkur á smiti frá börnum talsvert ólíklegri en frá fullorðnum enda sýna rannsóknir hér á landi og á hinum norðurlöndunum að smit hjá börnum er fátítt. Því má leiða líkum að því að ekki er tilefni til þess að takmarka skólastarf frekar í sóttvarnarskyni.

Náið er fylgst með stöðunni og vilja landlæknir og sóttvarnarlæknir koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri við skólastjórnendur, kennara og starfsfólk skóla og foreldra nemenda í leik- og grunnskólum:

  • Heilbrigð börn ættu að halda áfram að sækja sinn skóla. Námið er þeim mikilvægt, sem og sú virkni og aðhald sem því fylgir
  • Kennarar og starfsfólk skóla er framlínufólk í núverandi aðstæðum. Skólarnir eru mikilvægur hlekkur í okkar samfélagi og framlag skólasamfélagsins afar dýrmætt í því samhengi. Staðan er flókin og kallar á fjölbreyttar leiðir, úthald og sveigjanleika af hálfu allra.
  • Kennarar og starfsfólk í áhættuhópum ættu að gæta fyllstu varúðar og skólar fara eftir sínum viðbragðsáætlunum ef upp kemur grunur um smit.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir                                                                   Alma D. Möller, landlæknir

Bréf Landlæknis og sóttvarnarlæknis til skólastjórnenda, kennara og foreldra 24. mars 2020

Frétta og viðburðayfirlit