mobile navigation trigger mobile search trigger
03.10.2023

Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040

Breyting á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040

Fjarðabyggð auglýsir tillögu um breytingu á skipulagsákvæðum í aðalskipulagi sem varða skógrækt á landbúnaðarsvæðum og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Breytingin felur það í sér að skógræktaráform umfram 50 ha munu kalla á aðalskipulagsbreytingu en í núgildandi ákvæðum er miðað við 200 ha. Breytingin varðar því aðeins málsmeðferð en ekki stefnubreytingu í málefnum skógræktar. Auglýsingin er í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Tillöguskjalið má nálgast á vef Fjarðabyggðar, www.fjardabyggd.is og rennur frestur til að gera skriflegar athugasemdir út þann 14. nóvember.2023. Senda skal athugasemdir í tölvupósti til aron.beck@fjardabyggd.is eða með bréfpósti til skipulagsfulltrúa, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð. Athugasemdum sem berast á auglýsingatíma verður svarað með formlegum hætti. 

Að auglýsingatíma liðnum verður tillagan afgreidd í sveitarstjórn, með breytingum sem athugasemdir kunna að gefa tilefni til og síðan send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar. 

Aðalskipulagsbreytingin tekur að lokum gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst

Aron Leví Beck

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit