Dýraeftirlit Fjarðabyggðar vill vekja athygli á breytingum á gjaldskrá sveitarfélagsins um hunda- og kattahald sem tók gildi nú um áramótin, 2021/2022. Eigendur gæludýra eru hvattir til að kynna sér áorðnar breytingar sem meðal annars snúa að möguleikum til lækkunar gjalda sem og brottfall ábyrgðartryggingar sem kemur þá til lækkunar leyfisgjalda.
04.01.2022
Breytingar á gjaldskrá vegna gæludýrahalds í Fjarðabyggð
Allar frekari upplýsingar um gæludýrahald í Fjarðabyggð má finna á heimasíðunni með því að smella hér. Einnig má finna upplýsingar á Facebooksíðunni "Gæludýr í Fjarðabyggð".
Einnig má fafa samband við dýraeftirlit Fjarðabyggðar í síma 470 - 9000 eða á dyraeftirlit@fjardabyggd.is