Frá og með mánudeginum 4. maí hefur verið tilkynnt um nokkrar tilslakanir á samkomubanninu. Hægt er að kynna sér þær breytingar sem verða á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins.
Breytingar á samkomubanni 4. maí
Starf leikskóla í Fjarðabyggð mun því verða með nokkuð eðlilegum hætti frá og með 4. maí. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum hvers skóla.Þá munu bókasöfnin í Fjarðbyggð opna aftur með eðlilegum hætti. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar þetta með því að smella hér.
Íþróttamiðstöðvar, sundlaugar, og líkamsræktarstöðvar munu áfram verða lokaðar. Engar breytingar verða á starfsemi bæjarskrifstofunnar frá því sem verið hefur undanfarnar vikur.
Á vef Ríkisútvarpsins má finna góða samanatekt á því hvaða þessar breytingar þýða fyrir almenning hvað varðar aðra þjónustu. Þá umfjöllun má finna með því að smellla hér
Við hvetjum fólk til að halda áfram að vera á varðbergi, virðum tveggja metra regluna og hugum vel að sóttvörnum s.s. handþvotti og spritt notkun.