Í samræmi við ákvörðun heilbrigðisráðherra og sóttvarnarlæknis þann 22. mars, um að takmarka samkomur enn frekar en áður hefur verið, hefur verið ákveðið að öllum bókasöfnum Fjarðabyggðar verði lokað frá 24. mars og eins lengi og ákvörðun ráðuneytisins er í gildi.
Viðskiptavinir geta haft samband í síma eða með því að senda tölvupóst á netföng safnanna til að panta bækur. Afhending bóka fer eftir samkomulagi við forstöðumann.
Bókasafnið í Neskaupstað: Sími 477 1521, netfang: boknes@fjardabyggd.is
Bókasafnið á Eskifirði: Sími 476 1586, netfang: bokesk@fjardabyggd.is
Bókasafnið á Reyðarfirði: Sími 474 1366, netfang: bokrey@fjardabyggd.is
Bókasafnið á Fáskrúðsfirði: Sími 474 9016, netfang: bokfas@fjardabyggd.is
Bókasafnið á Stöðvarfirði: Sími 475 9017, netfang: boksto@fjardabyggd.is
Bókasafnið í Breiðdal: Sími 864 4210, netfang: bokbre@fjardabyggd.is
Ekki er tekið við lánsbókum fyrr en samkomubanni lýkur.
Ekki eru rukkaðar sektir á meðan að söfnin eru lokuð.
Einnig viljum við minna á facebook síðu bókasafnanna, þar sem ýmsan fróðleik er að finna.
Ef breytingar verða á fyrirkomulaginu verður það auglýst á heimasíðu Fjarðabyggðar