mobile navigation trigger mobile search trigger
19.12.2017

Breytingar í Félagslundi á Reyðarfirði

Þessa dagana er unnið að breytingum í Félagslundi á Reyðarfirði en þar mun ein deild frá Leikskólanum Lyngholti hafa aðsetur frá áramótum.

Breytingar í Félagslundi á Reyðarfirði

Frá og með 3. janúar 2018 mun næst elsta deild lekskólans hafa aðsetur í Félagslundi. Deildinn hefur fengið nafnið Lundarsel og þar munu til að byrja með vera um 13 börn. 

Búið er að fara í miklar breytingar á húsinu til að gera það í stakk búið að þjóna sem leikskóladeild. M.a. er búið að mála veggi, laga aðstöðu í eldhúsi og salernisaðstaða hefur verið lagfærð. Þá hefur tveimur gluggum verið bætt við í sal Félagslundur til að hleypa þar inn birtu. 

Fleiri myndir:
Breytingar í Félagslundi á Reyðarfirði
Glæsilegt listaverk prýðir einn vegg á nýrri Leikskóladeild í Félagslundi
Breytingar í Félagslundi á Reyðarfirði
Breytingar í Félagslundi á Reyðarfirði
Breytingar í Félagslundi á Reyðarfirði

Frétta og viðburðayfirlit