mobile navigation trigger mobile search trigger
12.01.2024

Breytt gjaldskrá sundlauga

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í desember sl. að gera breytingar á gjaldskrá sundlauga en undanfarin ár hafa eldri borgara og öryrkjar með skráð lögheimili í Fjarðabyggð ekki greitt fyrir aðgang að sundlaug sveitarfélagsins. Ný gjaldskrá sundlauga tók gildi í ársbyrjun og var birt á vef sveitarfélagsins í desember.

Við ákvörðun bæjarstjórnar var litið til úrskurðar Innviðaráðuneytisins sem komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sínum á liðnu ári að óheimilt væri samkvæmt lögum að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim fælist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar.

Öll börn (að 16 ára aldri) fá frítt í sund í Fjarðabyggð og eldri borgara og öryrkjar fá 50% aflslátt.

Breytt gjaldskrá sundlauga

Frétta og viðburðayfirlit