Frá og með áramótum breytist opnunartími á föstudögum í sundlaugunum á Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Um er að ræða tímabilið frá janúar og til loka maímánaðar og síðan frá 1. september og til áramóta.
Á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, sem haldinn var 19. nóvember 2015, var samþykkt starfsáætlun í íþrótta- og tómstundamálum fyrir árið 2016. Í starfsáætluninni er m.a. gert ráð fyrir breyttum opnunartíma á föstudögum í nokkrum íþróttamannvirkjum Fjarðabyggðar frá janúar til loka maí og september til áramóta.
Breyttur opnunartími á föstudögum er:
Sundlaug Neskaupstaðar verður opin frá 06:00 til 18:00
Sundlaug Eskifjarðar verður opin frá 06:00 til 09:00 og frá 13:00 til 18:00.
Sundlaug Fáskrúðsfjarðar verður opin frá 15:00 til 18:00.
Á sama fundi var ákveðin breytt gjaldskrá í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins og var meðal annars ákveðið að börn yngri en 18 ára fái afhent kort sem veiti þeim gjaldfrjálsan aðgang í sundlaugar sveitarfélagsins. Önnur kort hækka um 3,2% fyrir utan staka sundmiða fullorðinna sem hækkar í 700 kr.