Christoph Merschbrock hefur verið ráðinn verkefnastjóri Háskólaseturs Austfjarða og mun hann hefja störf 1.ágúst n.k.
Christoph Merschbrock ráðinn verkefnastjóri Háskólaseturs Austfjarða
Christoph lauk Dipl.-Ing. í byggingartæknifræði frá Hochschule Ostwestfalen-Lippe í Þýskalandi og meistaragráðu í byggingaverkfræði frá háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur hann lokið doktorsgráðu í Information Systems frá University of Agder í Noregi.
Christoph er lektor hjá Jönköping University en þar áður var hann lektor hjá Oslo and Akershus University College. Christoph hefur starfað sem tæknimaður og verkefnastjóri hjá Ístaki á árunum 2005-2010. Auk þess að hafa reynslu frá háskólaumhverfinu í Noregi og Svíþjóð þá hefur hann stundað nám á Íslandi og í Þýskalandi. Samhliða starfi sínu sem verkefnastjóri Háskólaseturs Austfjarða mun Christoph sinna rannsóknarstörfum og kennslu við Jönköping háskólann í Svíþjóð.
Að sögn Páls Björgvin Guðmundssonar formanns stýrihóps um Háskólasetur er mikill styrkur af því fyrir verkefnið að frá Christoph til starfa. "Christoph hefur mjög góða menntun sem nýtist einkar vel í starfinu ásamt því að hafa þekkingu og reynslu af Evrópsku háskólaumhverfi. Þá er reynsla og þekking hans af kennslu, fræði- og rannsóknarstörfum mikilvæg verkefninu ásamt þeirri reynslu sem Christoph hefur af verkefnastjórnun. Fyrir hönd stýrihópsins bíð ég Christoph hjartanlega velkominn til starfa við að koma háskólasetri Austfirðinga á fót“.