Nú eru dagar myrkurs nýliðnir. Börn, kennarar og foreldrar tóku þátt í þeim af fullum krafti. Börnin föndruðu allskonar draugalega hluti, leikið var með ljós og skugga og mála kertakrukkur sem þau kveiktu svo á kerti með foreldrum einn morguninn.
13.11.2023
Dagar myrkurs í Kærabæ
Börnin mættu með vasaljós og leituðu að endurskinsmerkjum sem hengd voru víðsvegar um veggi leikskólans. Einnig var furðuvera á sveimi sem ,,hrekkti“ börnin. Elstu börnunum var boðið í heimsókn í Draugakastalann sem staðsettur var í grunnskólanum, þar reyndi mikið á hugrekki þeirra ( stjarnan í uppeldi til ábyrgðar). Myndirnar tala sínu máli.
Fleiri myndir: