mobile navigation trigger mobile search trigger
14.09.2016

Dagur íslenskrar náttúru

Vættir í náttúru landsins eru að þessu sinni viðfangsefnið á Degi íslenskrar náttúru. Söfnun á gömlum sögum og minnum um slíka vætti í Fjarðabyggð hefur göngu sína þann 16. september, sem er einmitt dagurinn. Er hárbrúða Holtasóleyjarinnar kannski álfkona í álögum?

Dagur íslenskrar náttúru

Grunnskólarnir útfæra sagnasöfnunina hver með sínu móti. Grunnhugmyndin er sú, að nemendur taki að sér að gerast sagnaritarar og leiti uppi sagnabrunna í nærumhverfi sínu. Kann einhver í fjölskyldunni góða sögu af tröllum eða öðrum kynjaverjum sem tengjast náttúru Fjarðabyggðar?

Tekið er við sögum af tröllum, huldukonum, sjávarvættum, fossbúum eða nykrum. Í raun skiptir ekki máli hver vætturinn er, svo framarlega sem hann hefur einhver tengsl við Fjarðabyggð og stórbrotna náttúru sveitarfélagsins.

Sögum og frásögnum skal skilað inn á vefsíðu verkefnsins, hér á vef sveitarfélagsins. 

Söfnuninni verður eins og áður segir hrundið af stað á Degi íslenskrar náttúru, þann 16. september nk. og lýkur 2. október.

Auk þess sem allar sögurnar verða birtar á vefsíðunni, verður dregið úr innsendum sögum og fá þrír heppnir sagnaritarar vættarverðlaun.

Markmiðmið verkefnisins er að þátttakendur öðlist aðra og nýja sýn á náttúruna, auk þess að stuðla að varðveislu þessara skemmtilegu sagna.

Frétta og viðburðayfirlit