Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Í tilefni af því verður hrundið af stað í grunnskólum Fjarðabyggðar söfnun gamalla sagna um vættir í náttúru sveitarfélagsins. Einnig hefur Verkmenntaskóli Austurlands (VA) í dag formlega göngu sína sem Skóli á grænni grein.
Dagur íslenskrar náttúru í Fjarðabyggð
Sagnasöfnun grunnskólanna tengist árlegu þema Dags íslenskrar náttúru, sem snýr að þessu sinni að þeim mörgu vættum sem eru samkvæmt þjóðtrúnni órjúfanlegur hluti af náttúru landsins.
Nemendum gefst þannig kostur á, að leita uppi skemmtilegar sögur af tröllum, huldufólki, nykrum og öðrum þeim kynjaverum sem átt hafa í gegnum aldirnar „lögheimili“ í Fjarðabyggð.
Allar innsendar sögur verða birtar hér, á vef Fjarðabyggðar, auk þess sem veitt verða vættarverðlaun. Verða dregnir út úr hópi þátttakenda þrír heppnir sagnaritarar sem hljóta hver sín verðlaun.
Sögum skal skilað inn á vefsíðu verkefnsins, hér á vef sveitarfélagsins.
Í tilefni dagsins hefur einnig VA göngu sína sem skóli á grænni grein og kynntu skólameistari og nemendaráð nemendum fyrstu skrefin í sorpflokkun skólans í morgun. Einnig fluttu nemendur úr LIA ljóð.
Auk þess sem allar sögurnar verða birtar á vefsíðunni, verður dregið úr innsendum sögum og fá þrír heppnir sagnaritarar vættarverðlaun.
Markmiðmið verkefnisins er að þátttakendur öðlist aðra og nýja sýn á náttúruna, auk þess að stuðla að varðveislu þessara skemmtilegu sagna.