mobile navigation trigger mobile search trigger
05.05.2023

Deiliskipulag Mjóeyrarhafnar - Samþykkt og gildistaka nýs deiliskipulags

Nýtt deiliskipulag, Deiliskipulag Mjóeyrarhafnar, var samþykkt á 352. fundi bæjarstjórnar, þann 27.04.2023, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með nýju deiliskipulagi lengist hafnarkantur Mjóeyrarhafnar um 600 m til vesturs, athafnasvæði við hafnarkantinn eykst og lóðum fjölgar á stækkuðu hafnarsvæði til vesturs. Þannig verður hægt að svara aukinni eftirspurn eftir lóðum á hafnarsvæðinu. Sjá fundargerð 352. fundar hér. 

Á bæjarstjórnarfundinum var tekin fyrir breyting á deiliskipulaginu frá því sem auglýst var skv. 41. gr. skipulagslaga og deiliskipulagið samþykkt með áorðnum breytingum, sem gerðar voru á grunni athugasemda sem bárust á auglýsingatíma.  

Deiliskipulagið, eins og það var samþykkt, má sjá hér á þessum tenglum:

Í 4. fjórða kafla deiliskipulagsins er yfirlit yfir málsmeðferð, hverjir lögðu fram athugasemdir, og hvernig brugðist var við þeim, auk yfirlits yfir þær breytingar sem gerðar voru á deiliskipulaginu eftir auglýsingu. 

Gildistaka: Deiliskipulagið tekur gildi þegar að auglýsing birtist í B-deild Stjórnartíðinda. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til athugunar. Í kjölfar athugunar Skipulagsstofnunar, verður auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Í samræmi við 2. mgr. 31. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst.

Frétta og viðburðayfirlit