Fjarðabyggð hefur að undanförnu leitað eftir tillögum íbúa vegna vinnu við deilskipulagið „Eskifjörður – Útkaupsstaður“, en um er að ræða svæði sem afmarkast af svæðinu neðan Túngötu, milli Grjótár og Útkaupstaðarbrautar og til sjávar milli Strandgötu 42 og 44. Frestur til að skila inn tillögum hefur nú verið framlengdur til 15. desember nk.
01.12.2020
Deiliskipulagið Eskifjörður-Útkaupstaður - Framlengdur frestur til að skila tillögum til 15. desember
Leitað er eftir tillögum að nýtingu svæðisins sem miðbæjarsvæði Eskifjarðar. Reiknað er með að núverandi húsnæði við Strandgötu 38 til 42 sé víkjandi (frystihús Eskju). Á svæðinu er meðal annars hægt að gera ráð fyrir útisvæði, torgi, verslun og þjónustu ásamt íbúðabyggð.
Eins og áður sagði er hægt að senda inn tillögur að nýtingu svæðisins á netfangið valur@fjardabyggd.is til 15. desember 2020.
Tillögur verða nýttar við gerð deiliskipulagsins Eskifjörður-Útkaupstaður þar sem íbúar og hagsmunaaðilar hafa áfram möguleika á aðkomu að skipulagsgerðinni.
Sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs