mobile navigation trigger mobile search trigger
23.12.2015

Desember í Kærabæ

Í desember er breytt út af hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði.

Desember í Kærabæ

1. desember mæta allir sem geta með jólasveinahúfur og í einhverju rauðu. Fyrsta föstudag í desember bjóða börnin foreldrum í aðventukaffi þar sem boðið er upp á smákökur sem börnin baka.  Síðan er farið á Sumarlínu í heitt súkkulaði og piparkökur í boði Bjargar og Óðins eigenda Sumarlínu.

Börnin fara einnig í félagsmiðstöð eldri borgara – Glaðheima, syngja jólalög og njóta veitinga auk þess sem farið er inn á hjúkrunar- og dvalarheimilið Uppsali og sungið fyrir heimilisfólkið.

Skólamiðstöðin heldur svo sitt árlega jólaball í sal Skólamiðstöðvarinnar en foreldrum og öðrum bæjarbúum er boðið á ballið. Kennarar úr leik- og tónlistarskólanum sjá um að spila undir söng og dansi.

Fleiri myndir:
Desember í Kærabæ
Desember í Kærabæ

Frétta og viðburðayfirlit