mobile navigation trigger mobile search trigger
31.10.2016

Dýraeftirlitið sækir Dalatanga heim

Árlegri hunda- og kattahreinsun lauk í síðustu viku með heimsókn Dýraeftirlitsins til Dalatanga. Hér má sjá vitavörðinn Marsibil Erlendsdóttur taka á móti dýraeftirlitsmanni Fjarðabyggðar.

Dýraeftirlitið sækir Dalatanga heim
Marsibil og Guðlaugur. Sjá má glitta í vitann á Dalatanga í baksýn.

Að sögn Guðlagus A. Sigfússonar, hjá Dýraeftirlitinu, gekk hreinsunin vel fyrir sig í ár og fjölmenntu hunda- og kattareigendur með dýr sín í þjónustumiðstöðvar.

Hunda- og kattarhreinsun stendur yfir í þjónustumiðstöðvum í öllum bæjarkjörum einu sinni á ári. Þeir sem komast ekki á auglýstum tíma, býðst jafnframt annað tækifæri nokkrum vikum síðar, en hreinsunin er mikilvægur liður í bæði velferð dýrsins og almennu heilbrigðiseftirliti.

Fyrir ystu byggðir Fjarðabyggðar, eins og á Dalatanga, kemur Dýraeftirlitið hins vegar á staðinn.

 

Frétta og viðburðayfirlit