Að höfði samráði við Heilbrigðiseftirlit Austurlands og í ljósi upplýsinga frá embætti sóttvarnarlæknis þykir ekki lengur nauðsynlegt að hvetja íbúa Norðfjarðar til að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga. Áfram verður fylgst með stöðu mála í Fannardal og sýni tekinn úr borholum og úr dreifikerfi bæjarins. Íbúar verða upplýstir um þróun mála eftir því sem fram vindur.
Ekki lengur nauðsynlegt að sjóða vatn í Neskaupstað
Við rannsóknir á sýnum sem tekinn voru við reglubundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits Austurlands kom í ljós aukning á jarðvegsgerlum. Magnið var lítillega yfir viðmiðunarmörkum. Til að ganga úr skugga um að ekki væri um frekari mengun að ræða voru tekin ný sýni þann 15.1 og niðurstaða þeirra var veruleg aukning jarðvegsgerla. Vegna þessa var send tilkynnig í gær þar sem íbúar voru hvattir til að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga.
Nú er talið líklegt að ástæður þessa séu þær að yfirborðsvatn hafi komist í borolur í Fannardal í mjög miklum rigningum síðastliðinn föstudag.
Að höfði samráði við Heilbrigðiseftirlit Austurlands og í ljósi upplýsinga frá embætti sóttvarnarlæknis þykir ekki lengur nauðsynlegt að hvetja íbúa Norðfjarðar til að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga. Áfram verður fylgst með stöðu mála í Fannardal og sýni tekinn úr borholum og úr dreifikerfi bæjarins. Íbúar verða upplýstir um þróun mála eftir því sem fram vindur.
Ferill málsins síðustu daga
Aðfaranótt 10.janúar kom aðvörun frá vaktkerfi vatnsveitunnar um lága vatnsstöðu í tanki í Neskaupstað og um morguninn kom í ljós að leki var á úttaki úr aðveituæð inn í bæinn. Þetta varð til þess að vatnstankurinn tæmdist og vatnslaust var í bænum fram eftir degi.
Þann 11.janúar fór heilbrigðisfulltrúi í sýnatökuferð, um var að ræða reglubundin sýni á veitum í þéttbýli á Egilsstöðu, Reyðarfirði og Eskifirði og Neskaupstað.
Sýnin voru öll innan viðmiðunarmarka neysluvatnsreglugerðar, fyrir utan sýnið í Neskaupstað, þar sem mældust 117 gerlar í ml við 22°C. Það var og er mat vatnsveitu Fjarðabyggðar og HAUST að gerlar hafi komist inn á lagnakerfið í Neskaupstað þegar vatnslaust varð, enda er gerlafjöldi neysluvatns í Neskaupstað alla jafnan á bilinu 0-5 í ml.
Til að ganga úr skugga um að ekki væri um frekari mengun að ræða á lagnakerfinu voru tekin sýni á fjórum stöðum í Neskaupstað þann 15.janúar. Snemma dags 17.janúar, hafði rannsóknastofan samband og upplýsti að mikill vöxtur væri á ræktunarskálum við 22°C, líklega yfir 200 gerlar/ml, en að ekki væru ummerki um kólí eða saurkólí. Fyrstu viðbrögð voru að upplýsa neytendur, enda ekki vitað hve illa mengað vatnið væri.
Á fundi HAUST og Fjarðabyggðar fyrri part dags 17.janúar kom fram að föstudaginn 12.janúar hafi verið asarigning í Norðfirði á frosna jörð og því leiddar að því líkur að jarðvegsgerlar í vatninu hefðu borist í vatnsbólið með hlákuvatni en að ekki væri um að ræða viðvarandi mengun frá biluðu lögninni eða tæmingu vatnstanks.
Eftir hádegi 17.janúar fóru heilbrigðisfulltrúar því í sýnatökuferð á ný. Tekin voru sýni í vatnsbólinu í Fannardal og á þrem stöðum í þéttbýlinu. Þar sem svipað veður var á fleiri stöðum Austanlands var ákveðið að taka sýni úr öllum vatnsveitum Fjarðabyggðar.
Niðurstöður rannsókna á sýnum sem tekin voru 15.janúar liggja nú fyrir.
Gerlafjöldi við 22°C mældist 350, 330, 280 og 260 pr. ml. en viðmið skv. reglugerð er 100 gerlar. Engir kólígerlar eða saurkólígerlar fundust.
Í kjölfarið og í ljósi upplýsinga frá embætti sóttvarnarlæknis þykir ekki lengur nauðsynlegt að hvetja íbúa Norðfjarðar til að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga, en íbúar verða upplýstir um þróun máls og allar niðurstöður rannsókna eftir því sem þær berast.