mobile navigation trigger mobile search trigger
05.10.2016

Fjarðabyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit

Fjarðabyggð hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir heimila og stofnana sveitarfélagsins. Í samkomulaginu felst m.a. að Fjarðabyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit nú í haust.

Fjarðabyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit

Hluti af innleiðingunni er skipun eldvarnafulltrúa og hafa alls 58 eldvarnafulltrúar verið tilnefndir af hálfu 37 stofnana sveitarfélagsins.

Auk þess sem eldvarnafulltrúar munu sækja námskeið á vegum Eldvarnabandalagsins, verða almennir kynningarfundir haldnir um verkefnið sem ætlaðir eru öllu starfsfólki Fjarðabyggðar. Kynningin tekur um 45 mín. 

Slökkvilið Fjarðabyggðar hefur skipulagningu starfsins með höndum, sem er eins og gefur að skila umtalsverð, en kynningarfundir fyrir bara starfsfólk stofnana á Eskifirði og Reyðarfirði verða a.m.k. fimm talsins, svo að dæmi sé tekið. Í heild sinni verða kynningarnar líklega tíu.

Leitast verður við að haga hvoru tveggja, námskeiðum og kynningarfundum, eftir þörfum einstakra stofnana. Um tvær lotur verður að ræða, þar sem fyrri lotan nær til Neskaupstaðar, Mjóafjarðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar en sú síðari til Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.

Verður fyrri lotunni hrundið af stað mánudaginn 10. október nk. Fyrirkomulag þeirrar síðari bíður enn kynningar, en stefnt er að því að báðum lotum verði lokið fyrir 10. nóvember nk.

Nálagst má upplýsingar um námskeið og fundi fyrri lotunnar undir Tilkynningar, hér á fjardabyggd.is.

Sjá frétt um aðild Fjarðabyggðar að Eldvarnabandalaginu

Frétta og viðburðayfirlit