mobile navigation trigger mobile search trigger
01.12.2022

Endurnýjun á lóðaleigusamningum

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar kallar eftir því að að útrunnir lóðarleigusamningar verði endurnýjaðir. Lóðaleigusamningar gilda oftast í 30-50 ár. Með því að hafa lóðaleigusamningana í lagi auðveldar það íbúum að átta sig á sínum lóðarmörkum og getur það oft komið í veg fyrir óþarfa árekstra og misskilning.

Ef þig grunar að lóðarleigusamningurinn þinn sé útrunninn getur þú kannað það með að senda tölvupóst á skipulags- og umhverfisfulltrúa á netfangi aron.beck@fjardabyggd.is.

Endurnýjun á lóðaleigusamningum

Til að endurnýja lóðarleigusamning skal fara á www.fjardabyggd.is, ýta á appelsínugulan hnapp sem stendur á „íbúagátt“. Næst ýtt á innskrá, fyrir neðan þar sem stendur „Rafræn skilríki“ er slegið inn símanúmer viðkomandi og skráð inn með rafrænum skilríkjum.

 Næst er farið í „umsóknir“ sem er fyrir miðju, efst á síðunni. Þaðan undir lið 10 Umhverfis- og skipulagssvið er valið „Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi“. Þar er fyllt út það sem þarf og umsókn send inn.

Þegar þessu er lokið fer skipulags- og umhverfisfulltrúi yfir umsóknina og leggur hana fyrir fund umhverfis- og skipulagsnefndar til samþykktar. Í kjölfarið er gert nýtt lóðarblað, samningur gefinn út og sendur til undirritunar. Viðkomandi undirritar samninginn og sendir hann til baka þar sem bæjarstjóri ásamt skipulagsfulltrúa undirrita samninginn og senda hann í þinglýsingu. Þinglýsingargjald er 2500 krónur.

 Virðingarfyllst

Aron Leví Beck
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit