Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur hafið endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og kallar eftir þátttöku íbúa við endurskoðunina en samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila er mikilvægur þáttur í mótun skipulagsins.
28.10.2020
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 - Spurningakannanir
Undir venjulegum kringumstæðum hefðu verið haldnir fundir með íbúum Fjarðabyggðar en vegna COVID-19 er farin sú leið að setja fram spurningakannanir á vefnum. Um er að ræða þrjár kannanir, eina fyrir almenna íbúa, aðra fyrir fyrirtæki og þá þriðju fyrir landeigendur. Allar kannanirnar eru settar fram á íslensku, ensku og pólsku.
Því hvetjum við sem flesta til að svara spurningunum og koma með ábendingar.
Á næstu vikum verður aðalskipulagstillaga kynnt meðan hún er enn í vinnslu og þá gefst tækifæri til að bregðast við efnisatriðum.
Vefur, með nánari upplýsingum og aðgangi að könnunum, er hér: https://fjardabyggd.alta.is