Engin útköll urðu vegna foktjóns í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi. Bleyta og mikil hálka er víða á vegum eftir úrkomu næturinnar og eru vegfarendur beðnir um að fara með gát.
08.12.2015
Engin útköll í umdæminu
Vettvangs- og aðgerðastjórnir umdæmisins luku störfum um kl. 02:00 í nótt. Ein tilkynning barst vegna vatns í kjallara og var manni, sem slasaðist á fæti þegar verið var að tryggja landfestar á báti, komið undir læknishendur. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóða í umdæminu verið aflýst.
Lögreglan var með aðgerðastjórn á Egilsstöðum og í Fjarðabyggð og vettvangsstjórnir á fimm stöðum eða á Vopnafirði, Seyðisfirði, í Neskaupstað, á Breiðdalsvík og á Fáskrúðsfirði.
Aðgerða- og vettvangsstjórnir eru fólki afar þakklátar fyrir að virða tilmæli og halda kyrru fyrir á meðan óveðrið gekk yfir.