mobile navigation trigger mobile search trigger
19.06.2019

Enn gerum við gagn - Lokadagur í Mjóafirði 23. júní 2019

Áheitagöngunni „Enn gerum við gagn“ til styrktar Krabbameinsfélagi Austfjarða lýkur sunnudaginn 23. júní 2019 með sameininglegri göngu fulltrúa félaga eldri borgara í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi.

Enn gerum við gagn - Lokadagur í Mjóafirði 23. júní 2019
Gengið á Reyðarfirði í vor. Ljósmynd: Austurfrétt

Fyrir liggja upplýsingar um áætlaðan fjölda göngumanna. Allir velunnarar verkefnisins (og á öllum aldri) eru boðnir velkomnir til að taka þátt í stuttu göngunni að Sólbrekku (sjá neðar). Einnig eru allir íbúar byggðarlaganna og aðrir áhugasamir boðnir velkomnir í grillveisluna, en vegna undirbúnings þurfa þeir sem ekki teljast göngumenn á vegum félaganna, að tilkynna þátttöku í síma 895-9951 eða á netfangið bibbasin@simnet.is eigi síðar en að kvöldi 21. júní. 

Minnum á áheitakassana, sem enn liggja frammi á auglýstum stöðum (alla vega til loka júní).

Dagskráin verður sem hér greinir:

Kl. 11:00       Ganga hefst af Mjóafj.heiði og frá Dalatanga í átt að Sólbrekku.

Kl. 12:30       U.þ.b. á þessum tíma eiga gönguhópar að vera komnir í um 1 km fjarlægð frá Sólbrekku. Þaðan verður sameiginleg ganga úr báðum áttum að Sólbrekku. Í þeim hluta göngunnar geta tekið þátt allir sem vilja og sýna með því samhug í verki.

Kl. 13:30       Áætlað er að grillveizla hefjist við Sólbrekku á þessum tíma.

Kl. 15:00       Verkefninu verður formlega slitið eigi síðar en kl. 15:00.

Með von um góða þátttöku og austfirzka veðurblíðu eins og hún gerist bezt.

Yfirgöngustjóri

Frétta og viðburðayfirlit