mobile navigation trigger mobile search trigger
25.02.2016

Enn óljóst hvað veldur jarðskriði

Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur Veðurstofu Íslands, fjallaði á fjölmennum íbúafundi í gær, um stöðu mála og niðurstöður mælinga vegna jarðskriðsins utarlega í Eskifirði.

Að sögn Hörpu  er jarðskrið á tveimur aðskildum svæðinum utarlega í firðinum, sem hefur líklega hafist í nóvember sl.

Mælingar sýna að hægst hefur á skriðinu, en beðið er eftir niðurstöðum úr 29 punkta GPS-mælingum til að meta svæðið í heild.

Enn er ekki er ljóst hvað veldur skriðinu, en loftljósmyndir sýna eldri og tilgrónar sprungur í gróðurþekjunni og því ljóst að ekki er um einsdæmi að ræða. Þegar snjóa leysir í vor, verða upptök rannsökuð betur með m.a. sýnatökum úr jarð- og berglögum.

Að sögn Hörpu er talið afar ólíklegt að jarðskriðið komi af stað meiriháttar skriðuföllum. Um leið og aðstæður leyfi frekari rannsóknir, verður unnt að greina stöðuna betur og líklega framvindu á staðnum. 

Fundarglærur Hörpu og samantekt um stöðu mála verða birtar hér á vef Fjarðabyggðar um leið og gögnin berast.

Frétta og viðburðayfirlit