mobile navigation trigger mobile search trigger
07.12.2021

Eskifjarðarskóli og Leikskólinn Lyngholt lokaðir á morgun miðvikudag

Líkt og fram kom í tilkynningu frá aðgerðastjórn Almannavarna í gær og í kvöld hefur komið upp smit af völdum Covid 19 tengt Eskifjarðarskóla og grunur um smit sem tengist Grunnskóla Reyðarfjarðar og Leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði. Þessi smit munu óhjákvæmilega hafa áhrif á á skólastarf í þessum stofnunum á morgun miðvikudag.

Eskifjarðarskóli og Leikskólinn Lyngholt lokaðir á morgun miðvikudag
  • Í samráði við sóttvarnaryfirvöld og rakningarteymi var ákveðið að Eskifjarðarskóli yrði lokaður í dag og voru allir starfsmenn og nemendur beðnir um að fara í sýnatöku og voru tekinn um 180 sýni á Reyðarfirði. Niðurstöður og úrvinnsla þeirrar sýnatöku mun liggja fyrir í fyrramálið. Af þeim sökum mun Eskifjarðarskóli verða lokaður á morgun að minnsta kosti fram að hádegi, eða þegar niðurstöður sýnatöku og rakning liggur fyrir. Nánari tilkynningar verða sendar til foreldra á morgun.
  • Í dag kom síðan upp grunur um smit í Leikskólanum Lyngholti. Í samráði við sóttvarnaryfirvöld og rakningarteymu var ákveðið að loka skólanum um hádegi í dag og verður hann áfram lokaður á morgun. Eru nemendur og starfsfólk hvatt til að mæta í sýnatöku á heilsugæslunni á Reyðarfirði á morgun milli 9:00 – 10:30. Upplýsingar munu verða sendar til foreldra ef til þess kemur að hægt verði að opna skólann eftir hádegi á morgun.
  • Þá er og grunur um smit í Grunnskóla Reyðarfjarða. Nemendur í fjórða bekk skólans og hluti af nemendum í þriðja bekk er heima vegna þessa og bíða niðurstöðu sýnatöku. Ekki var talinn þörf til að grípa til aðgerða í öðrum bekkjum skólans vegna þessa að svo stöddu. Niðurstaða sýntöku dagsins ætti að liggja fyrir á morgun, og upplýsingar þá sendar frá skólanum um framhaldið. Annað skólastarf í Grunnskóla Reyðarfjarðar verður óbreytt.

Það er rétt að árétta að allar ákvarðanir varðandi skólahald og lokun skóla eru teknar í nánu samstarfi skólayfirvalda í Fjarðabyggð, aðgerðarstjórnar Almannavarna, rakningarteymis og sóttvarnaryfrvalda.

Frétta og viðburðayfirlit