mobile navigation trigger mobile search trigger
15.04.2024

Eygló, Orkuskipti - Orkunýtni - Hringrás

Eygló var kynnt í dag, ásamt Austurbrú fyrir bæjarráði Fjarðabyggðar og hugmyndir ræddar sem snúa að nýsköpun og sóknarmiðum Eyglóar, orkuskiptum - orkunýtni - hringrás.

Eygló, Orkuskipti - Orkunýtni - Hringrás

Eygló er samstarfsverkefni um eflingu orkuskipta, orkunýtni og hringrásarhagkerfis á Austurlandi. Heitið Eygló vísar til öflugasta orkugjafans, sólarinnar, og til bjartrar og kraftmikillar framtíðar. 

Markmið Eyglóar er að minnka kolefnisspor Austurlands í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Eygló mun kortleggja orku- og efnisstrauma á Austurlandi og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Til að ná þessu yfirmarkmiði, verða sett á fót eftirfarandi verkefni sem stuðla að framförum í orkuskiptum, orkunýtni og hringrás.

Skrifað var undir samstarfssamning þess efnis í Fljótsdalsstöð milli Landsvirkjunar, umhverfis-, orku- og loftslags­ráðuneytisins, Austurbrúar og sveitarfélaga á Austurlandi; Múlaþings, Fjarða­byggðar, Fljótdalshrepps og Vopna-fjarðarhrepps þann 3. febrúar 2023.

Fjarðabyggð þakkar þeim Dagmari Ýr Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar og Evu Mjöll Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra Eyglóar,  fyrir komuna og hlakkar til áframhaldandi samstarfs um þetta frábæra verkefni. 

Frétta og viðburðayfirlit