mobile navigation trigger mobile search trigger
11.10.2024

Eyrin heilsurækt ehf. kaupir tækjabúnað líkamsræktarinnar á Reyðarfirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt kaupsamning við Eyrin heilsurækt ehf. um að Eyrin kaupi allan búnað líkamsræktarinnar á Reyðarfirði og yfirtaki allar skyldur Fjarðabyggðar gagnvart korthöfum og öðrum notendum líkamsræktarinnar. Samningurinn fer nú til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn 17. október næstkomandi. 

Eyrin heilsurækt ehf. kaupir tækjabúnað líkamsræktarinnar á Reyðarfirði

Með kaupsamningnum færist einnig aðstaða líkamsræktarinnar í húsnæði Eyrinnar við Strandgötu 1. 

Notendur munu frá og með 1. janúar geta nýtt aðstöðu Eyrinnar með sama hætti og nú er, ásamt því að aðgengi er allan sólarhringinn. Núverandi korthafar munu áfram geta nýtt kort sín hjá Eyrinni, út gildistíma þeirra.

Notendur Janusar verkefnisins munu fá aðgang að aðstöðu Eyrinnar, án aukakostnaðar til 1. september, 2025. Eyrin heilsurækt lýsir einnig yfir vilja til að semja um þjónustu við verkefnið eftir þann tíma.

Eyrin heilsuurækt veitir áfram  iðkendum  á  vegum  íþróttafélaga gjaldfrjálsan aðgang að aðstöðu Eyrinnar til 1. september, 2025 samkvæmt reglum um gjaldfrjálsa notkun íþróttafélaga af líkamsræktum Fjarðabyggðar.

Frétta og viðburðayfirlit