mobile navigation trigger mobile search trigger
19.09.2016

Fíflalús nemur land

Uppi eru vísbendingar um að fíflalús sé að ná útbreiðslu á Austurlandi. Lúsin, sem með stræstu blaðlúsum, er hvimleiður gestur en ekki hættulegur.

Fíflalús nemur land
Fíflalús að gæða sér á jurtinni sem lúsin er kennd við. (Ljósm. Náttúrustofa Austurlands).

Borið hefur á því frá árinu 2014 að íbúar á Austurlandi hafi haft samband við starfsfólk Náttúrustofu Austurlands og óskað eftir greiningu á pöddum sem sjást hafa skríða um í fylkingum upp húsveggi eða skjólgarða.  

Náttúrustofunni hefur borist pöddur frá  Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Egilsstöðum og Neskaupstað. Bendir flest til að um fíflalús sé að ræða, sem er nýlegur landnemi hér á landi. Málið er í skoðun hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem fylgist grannt með útbreiðslu lúsarinnar. 

Fíflalúsin er dökk á lit og er meira áberandi þegar líða tekur á sumarið. Þegar reynt er að sópa eða þurrka lýsnar burt springa þær gjarnan og skilja eftir sig rauðar klessur sem líkist blóði. Svo er þó ekki.

Lúsin lifir á túnfíflum og hefur fundist í húsagörðum og í skógrækt að Mógilsá í Kollafirði. Hún heldur sig einkum á neðra borði laufblaðanna og við blaðgrunn. Henni fjölgar gríðarlega síðsumars og leitar þá í auknum mæli upp úr blaðrótinni.

Nánari upplýsingar á vef NÍ

Fleiri myndir:
Fíflalús nemur land
Staðfest útbreiðsla fíflalúsar. Elstu sýni Náttúrustofu Íslands eru frá 2007 og eins og sjá má hefur lúsin frá þeim tíma verið að breiðast hratt út um allt land.

Frétta og viðburðayfirlit