mobile navigation trigger mobile search trigger
04.09.2020

Fjarðabyggð á Workplace

Nú í september tók Fjarðabyggð í notkun samskiptamiðilinn Workplace.  Allir starfsmenn eiga að hafa fengið sendar upplýsingar í tölvupósti um innskráningu í kerfið.

Fjarðabyggð á Workplace

Starfsfólk Fjarðabyggðar mun notast við Workplace til að eiga í samskiptum sín á milli. Markmiðið með innleiðingu Workplace er fyrst og fremst að bæta flæði upplýsinga flæði á millri ólíkra sviða Fjarðabyggðar, og færa starfsmenn nær hvert öðru og styrkja samheldni og liðsheild. Einnig mun tölvupóstflóðið minnka til muna og fundum fækka, ef vel tekst til, ásamt því að samskipti fólks verða einfaldari og fljótlegri. Workplace byggir á sömu eiginleikum og viðmóti og Facebook, þannig að þekkingarþröskuldurinn er mjög takmarkaður.

Hópvinnubúnaður á borð við Workplace færir starfsfólk nær hvort öðru með rafrænum hætti en það er sérstaklega mikilvægt á vinnustöðum með dreifða starfsemi líkt og Fjarðabyggð. Hjá Fjarðabyggð starfa um 500 manns og eru starfstöðvar þeirra dreifðar um allt sveitarfélagið

Upplýsingar um miðilinn má finna á heimasíðu Fjarðabyggðar: https://www.fjardabyggd.is/stjornsysla/vinnustadurinn/workplace 

Frétta og viðburðayfirlit