Í sumar skrifaði Jóna Árný Þórðardóttir undir rekstrar- og uppbyggingarsamning ásamt forsvarsmönnum golfklúbbanna í Fjarðabyggð. Er samningurinn til þriggja ára. Í Fjarðabyggð eru þrír golfklúbbar, það er Golfklúbbur Fjarðabyggðar á Reyðarfirði, Golfklúbbur Byggðarholts á Eskifirði og Golfklúbbur Norðfjarðar.
Fjarðabyggð gerir rekstrar- og uppbyggingarsamning við golfklúbbana í Fjarðabyggð
Samningarnir á milli golfklúbbanna og Fjarðabyggðar snúa að rekstri og uppbyggingu á aðstöðu og tækjakosti klúbbanna. Golfklúbbarnir kappkosta sig svo við að gera sem flestum bæjarbúum kleift að stunda golfíþróttina, m.a. með því að veita íbúum greiðan aðgang að klúbbunum og því starfi sem þar fer fram hverju sinni. Einnig skuldbinda þeir sig til að halda golfnámskeið fyrir börn, ungmenni og eldra fólk.
,,Það er mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og Fjarðabyggð að styðja við jafn öflugt íþróttastarf og golfklúbbarnir sinna. Sterk umgjörð alls íþróttastarfs skilar miklum árangri, uppfyllir bæði þörf á hreyfingu og eflingar íþrótta í samfélaginu og að auki að efla samstöðu meðal íbúa. Hér geta kynslóðirnar komið saman og stundað golf" Sagði Jóna Árný, bæjarstjóri.
Golfklúbbarnir hafa boðið uppá gjaldfrjálst unglingastarf og hefur verið mikill áhugi fyrir því. Mikið samstarf er á milli klúbbanna, eru þeir meðal annars vinavellir hvors annars, sem þýðir að félagsmenn geta spilað á hvaða velli og greiða lægra gjald, eða um 1000 kr. en hátt í 250 félagsmenn er í klúbbunum þremur. Einnig hefur verið fjárfest sameiginlega í tækjum, sem hver golfvöllur þarf ekki að nota mikið yfir sumarið, þannig náðst að nýta fjármuni betur í rekstri golfklúbbanna. Á veturna er búið að koma upp prýðis aðstöðu til golfiðkunar í golfhermum í golfkálum félaganna og nýtur það mikilla vinsælda meðal golfáhugamanna.
Golfíþróttin á Íslandi nýtur æ meiri vinsælda. Þegar nýjustu tölur golfklúbba eru skoðar þá fjölgaði kylfingum um 9% milli ára eða um rúmlega 2.000 kylfinga á öllum aldri. Golfsambandið hefur spáð fyrir um 2% fjölgun kylfinga árlega. Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri en nú. Þann 1. júlí 2024 voru 26.349 félagsmenn skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið.