mobile navigation trigger mobile search trigger
30.01.2024

Fjarðabyggð nýtir stafrænt pósthólf fyrir launaseðla frá og með næstu áramótum 2023 - 2024

Breytingar verða á miðlun launaseðla til starfsfólks frá og með útborgun launa í lok desember 2023, en þá verða launaseðlar starfsfólks aðgengilegir í gegnum stafrænt pósthólf á www.island.is
Launaseðlar fyrir janúar munu hætta að birtast í heimabanka og um leið verður hætt að prenta út launaseðla og senda með pósti.
Starfsfólk er hvatt til að nýta sér stafrænar lausnir og taka þátt í verndun umhverfisins með því að draga úr notkun á pappír. Hafi starfsfólk athugasemdir við þessa breytingu er hægt að senda þær á netfangið laun@fjardabyggd.is
Hvernig virkar þetta:
Einstaklingur fer inná www.island.is og skráir sig inn undir ,,mínar síður" sem er efst í hægra horni með rafrænum skilríkjum eða skilríki í auðkennisappi. Hægt er að stilla pósthólfið á www.island.is þannig að tilkynning kemur í tölvupósti viðkomandi um að launaseðill hafi borist í pósthólf á island.is.
Launaseðlarnir eru frá og með þessum tíma allir eingöngu aðgengilegir í pósthólfinu.

Frétta og viðburðayfirlit