Fjarðabyggð og CI ETF I, sem stýrt er af Copenhagen Infrastructure Partners (CIP), hafa undirritað sameiginlega yfirlýsingu um að stíga næstu skref að uppbyggingu græns orkugarðs og framleiðslu græns rafeldsneytis í Fjarðabyggð.
Fjarðabyggð og CIP ganga til samninga um grænan orkugarð
Yfirlýsingin kveður meðal annars á um að Fjarðabyggð og CI ETF I gangi til samninga um staðarval, hafnarstarfsemi, aðgang að vatni og uppbyggingu á hitaveitu með heitu vatni sem verður til við rafeldsneytisframleiðslu. Gert er ráð fyrir að orkugarðurinn byggist upp á norðurströnd Reyðarfjarðar sem er í eigu Fjarðabyggðar. Gert er ráð fyrir að framleiðsla rafeldsneytis geti hafist árið 2028.
Mikilvægt skref í átt að framleiðslu á grænu rafeldsneyti
Ákvörðun CIP og Fjarðabyggðar byggir á vinnu sem unnin hefur verið undanfarið ár í samstarfi við Landsvirkjun við að meta kosti þess að þróa grænan orkugarð á Reyðarfirði. Í upphafi voru kannaðir kostir þess að framleiða rafeldsneyti auk þess sem greind voru möguleg samlegðaráhrif við starfsemi á svæðinu. Vonir standa til að verkefnið styðji við orkuskipti Íslands í sjávarútvegi og landflutningum.
„Við fögnum þessu mikilvæga skrefi í áttina að áframhaldandi uppbyggingu á grænni orkuframleiðslu á Austurlandi. Á svæðinu er að finna öflugt atvinnulíf og við teljum þetta metnaðarfulla verkefni sé þýðingarmikið fyrir samfélagið okkar. Ísland stendur framar mörgum öðrum þjóðum í framleiðslu sjálfbærrar orku og getur skipt sköpum í baráttunni við loftslagsbreytingar eins og alþjóðasamningar kveða á um,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð.
Alþjóðleg þekking og íslenskt hugvit
Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) er fjárfestingarsjóður með höfuðstöðvar í Danmörku og hefur einbeitt sér að ýmsum fjárfestingarverkefnum tengdum uppbyggingu grænnar orkuframleiðslu víða um heim. Á COP26 ráðstefnunni birti CIP vegvísi með áætlun um hvernig sjóðurinn ætlar að auka hlut sinn í orkuskiptum með grænum fjárfestingum í orkugeiranum fyrir 2030, með fjárfestingum upp á 100 milljarða evra. CIP er með um 120 alþjóðlega fjárfesta, þar á meðal eru margir norrænir og alþjóðlegir lífeyrissjóðir.
Undirskriftin fór fram á Reyðarfirði þann 14. júní á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar.
Nánari upplýsingar veitir Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri í síma 899 8255.
Mutual Declaration for building an electro fuel plant
Fjarðabyggð municipality and CI ETF I, managed by Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) have signed a mutual declaration securing the next steps in the development of a green energy park and production of e-fuel in Fjarðabyggð.
The mutual declaration includes agreements for Fjarðabyggð and CI ETF I to step into negotiations on location, functioning of the harbour, access to water and development of district heating in Reyðarfjörður with hot-water supply which emerges with production of e-fuel. According to plans the eco-industrial park is expected to be located in Flateyri and Hómar in Reyðarfjörður which belong to Fjarðabyggð and plans anticipate the production can begin in 2028.
An important step towards development of green energy
CIP and Fjarðabyggð’s decision is based on on-going work evaluating the advantages of developing a green eco-industrial park in Reyðarfjörður. At the start a feasibility study was conducted to look into the advantages of producing e-fuels and synergy with existing industries in the area. Hopefully the project will support Iceland’s energy exchange in the fishing industry and ground transport.
„We celebrate this important step towards a continuing development of green energy production in East-Iceland. We have a sturdy workforce and believe that this ambitious project holds great significance for our community. Iceland is at the forefront in development of sustainable energy, which is crucial in the fight against climate change as international contracts state,“ says Jón Björn Hákonarson, mayor of Fjarðabyggð.
International knowledge and Icelandic brainpower
Copenhagen Infrastructure Partners (CIP), with headquarters in Denmark, is the world’s largest dedicated fund manager within greenfield renewable energy investments. At COP26, CIP announced the ambition and a roadmap for increasing and accelerating its role in delivering on the energy transition by deploying EUR 100bn into green energy investments by 2030. CIP’s funds have approximately 120 international institutional investors, including many Nordic and international pension funds.
The letter of intent was signed in Reyðarfjörður on 14th of June. The photograph shows Jón Björn Hákonarson, mayor of Fjarðabyggð, and Anna-Lena Jeppsson, project manager at CIP.
For more info: Jón Björn Hákonarson at telephone 899 8255.