Sveitarfélagið hefur ákveðið að unnið verði að umsókn um styrk til Fjarskiptasjóðs til ljósleiðaralagningar í dreifbýli.
Fjarðabyggð vinnur að ljósleiðaravæðingu dreifbýlis
Fyrstu áfangar verkefnisins eru áformaðir á árinu 2017 með lagningu ljósleiðara um hluta Suðurfjarða eða frá Heyklifi í Stöðvarfirði, inn Fáskrúðsfjörð sunnanverðan um Daladal, gegnum Fáskrúðsfjarðargöng inn að Áreyjum ásamt Norðfjarðarsveitinni. Með ljósleiðaravæðingu dreifbýlis er verið að leggja til bestu mögulegu tækni í háhraðatengingum til notenda og er um mikið framfaraskref að ræða. Eykur það til muna lífsgæði íbúa Fjarðabyggðar sem búa í dreifbýli.
Umsóknin er hluti af verkefninu Ísland ljóstengt sem ríkisvaldið hratt af stað á árinu 2016. Verkefnið verður fjármagnað með ríkisframlagi, framlagi Fjarðabyggðar og heimtaugagjöldum notenda. Til að ná fram hagræði við jarðlagnavinnu er leitað samstarfs aðila sem eru í lagnavinnu á sama tíma og ræður það tímasetningu verkáfanga í ljósleiðaravæðingu. Stefnt er að framhaldi framkvæmda á árunum 2018 til 2019 í því dreibýli sem fellur undir styrki Fjarskiptasjóðs og ekki verður tengt ljósleiðara á þessu ári. Framkvæmdir eru háðar styrkveitingu Fjarskiptasjóðs.
Þegar niðurstaða styrkveitingar og samlegðaráhrifa liggja fyrir verður endanleg ákvörðun um framkvæmd og tengigjald tekin. Verður þá jafnframt boðað til kynningarfundar. Fyrirspurnir um verkefnið er hægt að senda á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is og frekari upplýsingar um það veitir Gunnar Jónsson í síma 470 9000.
Hægt er að sjá skilmála fjarskiptasjóðs hér.
Hægt er að sjá staðlista yfir heimili sem eru undir verkáfangum ársins 2017.