mobile navigation trigger mobile search trigger
26.09.2016

Fjarðabyggðarhafnir á Expo 2016

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2016 opnar í Laugardagshöll í Reykjavík næstkomandi miðvikudag. Um stærstu sýningu ársins er að ræða hér á landi með vel á annað hundrað þátttakendur, bæði innlenda og erlenda.

Fjarðabyggðarhafnir á Expo 2016

Fjarðabyggðarhafnir eru á meðal sýnenda og munu kynna starfsemi sína í sýningaraðstöðu A13, í elsta hluta Laugardalshallarinnar.

Sýningin stendur stendur í þrjá daga eða frá 28. til 30. september og verður opin kl. 15:00 til 19:00 fyrsta sýningardaginn og kl. 10:00 til 18:00 hina tvo dagana.

Óhætt er að hvetja aðila bæði innan sjávarútvegarins og utan, fagaðila jafnt sem áhugamenn, að koma við á sýningunni og kynna sér þá grósku sem hefur verið að eiga sér stað í útgerð og vinnslu fiskafurða.

Eins og segir í kynningu, þá hefur tæknibylting síðustu ára komið íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð. Fjöldinn allur af sprotafyrirtækjum hefur einnig litið dagsins ljós sem  þróað hafa aðferðir til að vinna úr fiski hinar ýmsu afurðir. Má þar nefna auk matvælaiðnaðarins snyrtivörur, lyf, vítamín og vörur unnar úr fiskroði.

Nánar um sjávarútvegssýninguna

Frétta og viðburðayfirlit