mobile navigation trigger mobile search trigger
28.02.2019

Fjárhagsleg áhrif loðnubrests

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur falið fjármálastjóra Fjarðabyggðar að fara yfir fjárhagsleg áhrif loðnubrests á tekjur aðalsjóðs og hafnarsjóðs sveitarfélagsins.

 

Fjárhagsleg áhrif loðnubrests

Ljóst er að fjárhagsleg áhrif þess að ef loðna finnst ekki í nægjanlegu magni á íslandsmiðum á yfirstandandi vertíð verða mikil á mörg sveitarfélög, þar sem uppsjávarvinnsla er mikilvægur þáttur í sjávarútvegi þeirra. Óvíða er uppsjávarvinnsla meiri en í Fjarðabyggð og ljóst er að loðnubrestur mun hafa mikil áhrif á fjárhag sveitarfélagsins.

Þá er einnig mikið áhyggjuefni að ekki er búið að ljúka samningum um kolmunnaveiðar í Færeyskri lögsögu, sem ekki síður hefur mikil áhrif á sjávarútvegsfyrirtækin í Fjarðabyggð. Hvetur bæjarráð stjórnvöld til að fara vel yfir stöðu þessara mála enda mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og ríki, þar sem um er að ræða verulegan hluta útflutningsverðmæta sjávarútvegs á Íslandi.

 

Frétta og viðburðayfirlit