mobile navigation trigger mobile search trigger
27.04.2023

Fjölmennt ungmennaþing haldið

Miðvikudaginn 1. Mars fór fram fyrsta ungmennaþing Fjarðabyggðar fram þegar hátt í 200 ungmenni komu saman í grunnskólanum á Fáskrúðsfirði. Þingið var að mestu skipulagt af ungmennaráði Fjarðabyggðar, en naut stuðnings starfsmanna Fjarðabyggðar, verkefnið er hluti af Barnvænu sveitarfélagi.

Fjölmennt ungmennaþing haldið

Ungmennaþingið tókst ljómandi vel og voru ungmennin hæstánægð með framtak ungmennaráðs og fá tækifæri til að taka þátt og kynnast krökkum úr öðrum skólum Fjarðabyggðar. Hátt í 70 tillögur um úrbætur og lausnir á þeim málum sem standa þeim næst bárust frá þinginu. Má þar nefna fjölgun grænna svæða, bætt götulýsing, útbúa hjólastíga, koma upp ungmennahúsi í Fjarðabyggð, auka úrval af tómstundum. Einnig komu tillögur er varðaskólaforðun og má þar nefna fleiri val áfanga, skemmtilegra námsefni og leggja niður dönskukennslu, hafa skólaliða og meiri samgang á milli skóla í Fjarðabyggð.

Samkvæmt Eyrúnu Ingu Gunnarsdóttir, deildarstjóra tómstunda og forvarna, þá verða tillögurnar teknar og skoðaðar í stóra samhenginu sem hluti af aðgerðaráætlun barnvæns samfélags innan Fjarðabyggðar. Þinginu var vart lokið þegar farið var að ræða það að endurtaka þingið að ári.

Ennfremur segir Eyrún:

“Sveitarfélagið mun leggja sig fram um að forgangsraða því sem fram kemur og reyna eins og það getur að verða við þeim ábendingum sem fram komu. Auðvitað er aldrei hægt að gera allt og vega þarf allt og meta en það má líka eiga aðgerðir inni fyrir næsta hring, þar sem verkefnið hefur enga loka dagsetningu, heldur er þetta áframhaldandi verkefni. Sveitarfélagið er að klára stöðumatið, þegar því er lokið mun stýrihópur barnvæns sveitarfélags í Fjarðabyggð funda og hefja vinnu við aðgerðaráætlunina. Í henni mun koma fram hvaða umbætur verður farið í og hvernig”

Fleiri myndir:
Fjölmennt ungmennaþing haldið
Fjölmennt ungmennaþing haldið
Fjölmennt ungmennaþing haldið
Fjölmennt ungmennaþing haldið

Frétta og viðburðayfirlit