Óskað er eftir að ráða aðila til að sinna þjónustu stuðningsfjölskyldu við börn í Fjarðabyggð. Um er að ræða eina helgi í mánuði þar sem börnin dvelja á heimilum stuðningsfjölskyldna sinna. Starf stuðningsfjölskyldna er fjölbreytt og felst m.a. í því að bjóða barni/börnum að taka þátt í daglegu lífi fjölskyldunnar og tómstundum. Fyrir barnið/börnin er stuðningsfjölskylda hugsuð sem skemmtileg upplifun og tilbreyting og um leið stuðningur við foreldra og/eða forráðamenn barnanna.
13.02.2025
Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldur.

Sótt er um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda hjá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála, sjá nánar hér: https://island.is/studningsfjolskyldur
Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður S. Pálsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu í síma 470-9000 eða á netfangið netfang: sigridur.s.palsdottir@fjardabyggd.is.