mobile navigation trigger mobile search trigger
23.09.2024

Fjölsótt starfamessa

Starfamessa var haldin á Egilsstöðum fimmtudaginn 19. október síðastliðinn. Starfamessuna sóttu ungmenni af öllu Austurlandi úr 9. og 10. bekk grunnskóla sem og nemendur af 1. ári í Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands. Starfamessan var haldin af frumkvæði sveitarfélaganna og í samstarfi við Austurbrú.

Fjölsótt starfamessa
Mynd: Austurbrú

Nemendum gafst tækifæri á að kynna sér störf innan ólíkra fyrirtækja í landshlutanum sem og þá menntun sem er að baki starfanna. Fyrirtæki og stofnanir voru því hvött til að vera með bás og fræða ungmennin um starfsemi sína.

Sveitarfélögin á Austurlandi tóku höndum saman og voru með bása og kynntu þá miklu breidd starfa sem finna má innan sveitarfélaganna og þá fjölbreyttu menntun sem starfsfólk þeirra hefur í farteskinu.

Til þess að fá nemendur til þess að vera virkir þátttakendur á viðburðinum var útbúinn spurningarleikur þar sem fyrirtæki og stofnanir sendu inn spurningar sem nemendur leystu svo í litlum hópum.

Markmiðið með viðburðinum var að kynna þau atvinnutækifæri sem eru til staðar á Austurlandi og sýna fram á að fjölbreytt menntun nýtist í heimabyggð.

Frétta og viðburðayfirlit