mobile navigation trigger mobile search trigger
12.02.2016

Fleiri sveitarfélög íhuga breytt rekstrarform

Þau sveitarfélög sem reka skíðasvæði horfa mörg hver til Fjarðabyggðar varðandi rekstrarfyrirkomulag svæðanna. Rætt var í fréttum RÚV við Ómar Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags skíðasvæðisins í Oddsskarði um reksturinn.

Fleiri sveitarfélög íhuga breytt rekstrarform

Rekstur skíðasvæðisins í Oddsskarði var sem kunnugt er boðinn á síðasta ári. Að mati Ómars skilar þetta breytta fyrirkomulag sér fyrst og fremst í auknum sveigjanleika í þjónustu og bendir hann í því sambandi m.a. á lengri opnunartíma. Þegar aðstæður leyfi, hafi skíðasvæðið sem dæmi verið opið til kl. 21:00 á kvöldin.

Þá geti einkarekstur dregið úr rekstraráhættu hjá viðkomandi sveitarfélagi. Reksturinn byggi á umsömdum framlögum og það setji fjárframlög sveitarfélagsins í fastari og fyrirsjáanlegri skorður en ella.

Talsvert hefur verið fjallað um rekstur skíðasvæða að undanförnu og kemur m.a. fram á fréttavef RÚV að hann standi víða illa undir sér.

Akureyrarbær hefur t.a.m. verið að skoða einkarekstur á sænskum skíðasvæðum, sem gefið hefur góða raun þar í landi, en í Svíðþjóð eru aðeins 11% skíðasvæða rekin af sveitarfélögum.

Sjá viðtal við Ómar Skarphéðinsson á RÚV

Frétta og viðburðayfirlit