Hluti af þeim 19 flóttamönnum sem von er á til Fjarðabyggðar á næstunni kom í vikunni. Hópurinn lenti í Keflavík á þriðjudaginn eftir langt ferðalag frá Jórdaníu.
Flóttafólk frá Írak komið til Fjarðabyggðar
Í hópnum sem kom á þriðjudag voru 5 fjölskyldur en þrjár af þeim koma til Fjarðabyggðar. Tvær setjast að í Neskaupstað en ein á Reyðarfirði. Hinar tvær fjölskyldurnar fóru vestur á Ísafjörð og til Súðavíkur. Í næstu viku er svo von á öðrum hópi flóttamanna og kemur hluti hans til Fjarðabyggðar.
Rauði krossinn á Íslandi kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi þar sem hann útvegar fólkinu nauðsynlegt innbú á heimili þeirra og hefur jafnframt umsjón með stuðningsfjölskyldum sem ætlað er að liðsinna flóttafólkinu við aðlögun. Rauði krossinn auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í verkefninu, s.s. við söfnun húsmuna, standsetningu íbúða, stuðning við flóttafólkið, íslenskuæfingar o.fl. Áhugasamir geta sent póst á bjorn.armann@redcross.is