Athygli er vakin á tveimur forvarnarviðburðum sem haldnir verða í Nesskóla í Neskaupstað föstudaginn 2.mars og laugardaginn 3.mars.
Forvarnarmálþing í Neskaupstað
Forvarnarmálþing ungmenna "Hver er sinnar gæfu smiður" verður haldið á föstudeginum. Málþingið er ætlað 8.-10. bekkjum grunnskólanna í Fjarðabyggð og nemendum Verkmenntaskóla Austurlands. Málþingið stendur frá kl. 15:00 – 17:00. Nemendum verður ekið á milli staða og veitingar eru í boði.
Ólafur Stefánsson, fyrrum landsliðsfyrirliði í handknattleik, flytur fyrirlesturinn "Þú ert hetjan" og Pálmar Ragnarsson, sálfræðingur og körfuboltaþjálfari, flytur fyrirlesturinn "Jákvæð samskipti".
Á laugardeginum er forvarnarmálþing sem opið er öllum. Málþingið nefnist "Hver er sinnar gæfu smiður" og stendur frá kl. 11:00 - 13:20.
Ólafur Stefánsson og Pálmar Ragnarsson eru þar með erindin "Þú ert hetjan" og "Jákvæð samskipti" og í hópinn bætist Hrönn Grímsdóttir, lýðheilsufræðingur, með fyrirlesturinn "Hugarfar". Aðgangur ókeypis og hressing í boði.
Að málþingunum standa Verkmenntaskóli Austurlands, Foreldrafélag VA, Foreldrafélag Nesskóla og fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, en málþingin njóta stuðnings frá SÚN og Landsbankanum.