mobile navigation trigger mobile search trigger
08.07.2015

Fótboltafréttir - Fjarðabyggð og Leiknir í toppbaráttu

Að loknum 10 umferðum í 1. og 2.deild karla eru bæði lið Fjarðabyggðar og Leiknis í 3.sæti með 21 stig.

Fótboltafréttir - Fjarðabyggð og Leiknir í toppbaráttu

Fjarðabyggð mætir á laugardaginn liði Víkings Ólafsvík sem er í öðru sæti 1.deildar og getur Fjarðabyggð með sigri komist í 2.sæti deildarinnar - „Pepsideildarsæti“ Leikurinn hefst kl. 15:00 á laugardaginn 11. júlí á Eskjuvelli Eskifirði.

Leiknir leikur á föstudaginn 10. júlí við Hött í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 20:00. Sem stendur eru Leiknismenn í harðri baráttu við Huginn Seyðisfirði um 2.sætið í 2.deild.

Kvennalið Fjarðabyggðar er í 4.sæti C-riðils 1.deildar kvenna með 9 stig eftir 5 umferðir.  
Liðið leikur næst við Völsung, efsta lið riðilsins, föstudaginn 17.júlí kl. 20:00 á Norðfjarðarvelli.

Fólk er hvatt til að mæta á völlinn og hvetja sitt lið.

Frétta og viðburðayfirlit